Lýsingarorðið skír – með í-i – þýðir m.a. hreinn, óblandaður. Skírt gull – skíragull – er því hreint, óblandað gull
Lýsingarorðið skír – með í-i – þýðir m.a. hreinn, óblandaður. Skírt gull – skíragull – er því hreint, óblandað gull. Skírt smjör, sem hér er nefnt út af stafsetningunni, er unnið úr venjulegu smjöri (hitað og fer þá að skiljast) svo að eftir verður hrein (mjólkur)fita. Og um þetta er notuð sögnin að skíra: hreinsa.