„Líðanin er rosalega góð. Mér líður rosalega vel og það er búin að vera góð stemning hjá liðinu. Ég er spennt fyrir leiknum á morgun,“ sagði Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið á liðshóteli íslenska liðsins í Innsbruck í Austurríki í gær.
Íslenska liðið mætir Þýskalandi í úrslitaleik um sæti í milliriðlum í Innsbruck í kvöld og Elín Jóna veit sem er að verkefnið gegn þýska liðinu verður erfitt.
„Ég hef ekki fylgst með þeim vegna þess að ég hef aðallega einbeitt mér að þeim liðum sem við höfum mætt. Það er mikið af upplýsingum sem við markmennirnir þurfum að muna. Ég talaði við markmannsþjálfarann hjá austurríska landsliðinu. Hún er kollegi minn í Danmörku og þær spiluðu á móti þeim í vináttuleikjum fyrir mótið. Hún sagði mér að þær
...