Unnur Jónsdóttir fæddist 26.maí 1949. Hún lést 15. nóvember 2024.
Útför Unnar fór fram 29. nóvember 2024.
Í dag kveð ég kæra frænku mína og vinkonu, Unni Jónsdóttur, en við höfum verið vinkonur allt frá frumbernsku, fæddar á sama ári og mæður okkar voru systur. Leiðir okkar skildi um tíma þegar hún fór í húsmæðraskóla þar sem hún kynntist Bjarna sínum. Upp frá því stofnuðum við okkar heimili hvor á sínu landshorninu, ég í Vestmannaeyjum en hún í Kjósinni. Við eignuðumst svo okkar fyrstu börn á árinu 1969, en ég var aðeins á undan henni og keypti hún vagninn af mér fyrir Kristján sinn þegar Hilmir minn fór í kerru. Hún átti svo Jón´71 og Runólf ´74. Árið 1976 átti hún Guðrúnu og sama ár átti ég Örvar Guðna. Þá kom smá hlé hjá okkur báðum en ég átti Andra og Sindra í lok árs ´83 en hún átti Ágúst í byrjun árs ´84.
...