„Þetta eru svo sannarlega spennandi og skemmtilegir tímar fyrir Icelandair, en ekki síður mikil tímamót, þetta er fyrsta Airbus-þota félagsins í 87 ára sögu þess,“ sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair, þegar Morgunblaðið náði tali af honum…
Þota Fulltrúar Icelandair og Airbus hittust í Hamborg í Þýskalandi þar sem afhent var glæný Airbus-farþegaþota. Spennandi tímar, segir forstjóri.
Þota Fulltrúar Icelandair og Airbus hittust í Hamborg í Þýskalandi þar sem afhent var glæný Airbus-farþegaþota. Spennandi tímar, segir forstjóri. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

„Þetta eru svo sannarlega spennandi og skemmtilegir tímar fyrir Icelandair, en ekki síður mikil tímamót, þetta er fyrsta Airbus-þota félagsins í 87 ára sögu þess,“ sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair, þegar Morgunblaðið náði tali af honum úti í Hamborg í Þýskalandi hvar hann fyrir hönd Icelandair tók á móti glænýrri farþegaþotu af gerðinni Airbus A321 LR. Hefur hún fengið einkennisstafina TF-IAA. Þessi vél mun svo, líkt og aðrar farþegaþotur Icelandair, fá nafn og verður greint frá því síðar.

...