Síðdegis í gær hafði yfirborð vatns og krapa í Ölfusá lækkað um einn og hálfan metra frá því sem mest var, en síðustu sólarhringa hafa íshrannir myndast í ánni alveg frá ósum upp fyrir brúna á Selfossi
Hrikalegt Best sést yfir breiðurnar á Ölfusárbrú af berginu vestan við brú. Þangað hafa margir farið síðustu sólarhringa og séð ána fulla af íshroða.
Hrikalegt Best sést yfir breiðurnar á Ölfusárbrú af berginu vestan við brú. Þangað hafa margir farið síðustu sólarhringa og séð ána fulla af íshroða. — Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Síðdegis í gær hafði yfirborð vatns og krapa í Ölfusá lækkað um einn og hálfan metra frá því sem mest var, en síðustu sólarhringa hafa íshrannir myndast í ánni alveg frá ósum upp fyrir brúna á Selfossi. Á sunnudag voru stórir jakar að færast upp á árbakkana við Selfoss, það er syðst og vestast í bænum.

„Hættan sem þessu fylgdi virðist vera að fjara út,“ segir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri lögreglu á Suðurlandi. Þar hafa menn á vaktinni fylgst vel með framvindunni og meðal annars flogið dróna yfir svæðið, en þannig fæst einna best yfirsýn yfir aðstæðurnar.
Enda þótt Ölfusá sé nú víða klakabólgin hefur rennsli hennar haldist nokkuð stöðugt. Rásin í ánni, svonefnd Gjá undir Ölfusá, hefur haldist opin og streymi þar verið jafnt. Þetta hefur haldist síðustu

...