Þórunn Lárusdóttir fæddist í Bæ í Kjós 10. september 1928. Hún lést 17. nóvember 2024.

Foreldrar Þórunnar voru Lárus Pétursson, f. 1898, d. 1974, og Hannesína Kristín Jónsdóttir, f. 1896, d. 1992, þau voru bændur í Káranesi til 1960 er þau fluttu til Reykjavíkur.

Þórunn átti sjö systkini og einn uppeldisbróður. Þau eru öll látin nema einn bróðir, Magnús.

Þórunn giftist 18.10. 1947 Hauki Bjarnasyni, f. 28.9. 1925, d. 20.8. 2001. Hann var aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í hálfa öld.

Foreldrar hans voru Bjarni Guðnason húsasmíðameistari í Reykjavík og Margrét Hjörleifsdóttir húsmóðir.

Börn Þórunnar og Hauks eru: 1) Margrét Birna, f. 1948, bóndi á Skáney í Reykholtsdal.

...