Dagurinn í gær var annasamur hjá Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Hún fékk til sín alla formenn flokkanna sem náðu kjöri í kosningunum um helgina. Fyrst til að mæta var Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og síðan komu hinir hver af öðrum á fund forseta, eftir þingstyrk
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Dagurinn í gær var annasamur hjá Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Hún fékk til sín alla formenn flokkanna sem náðu kjöri í kosningunum um helgina. Fyrst til að mæta var Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og síðan komu hinir hver af öðrum á fund forseta, eftir þingstyrk.
Að loknum fundi sínum með Höllu vildi Kristrún lítið gefa upp um við hvaða formenn hún hefði rætt. Síðar upplýsti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar að þær Kristrún hefðu rætt saman og hún hefði mælt með því við forseta að Kristrún fengi stjórnarmyndunarumboðið.
Kristrún ítrekaði það sem hún og flokksmenn hennar hefðu sagt síðan úrslit kosninganna urðu ljós, að allir hlytu að sjá að þjóðin væri að kalla eftir
...