Runólfur Pálsson
Runólfur Pálsson

Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans er kominn í leyfi frá störfum. Greindi hann samstarfsfólki sínu frá þessu í gærmorgun.

Runólfur greindist með illkynja mein í blöðruhálskirtli síðsumars og mun gangast undir aðgerð á Landspítalanum til að vinna á því bug. Í tilkynningu sem Runólfur sendi samstarfsfólki sínu segist hann munu verða frá störfum sem forstjóri spítalans næstu vikur af þessum sökum. Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs og staðgengill forstjóra, mun gegna starfinu í fjarveru hans.

„Ef allt gengur að óskum sný ég aftur til starfa fljótlega eftir áramótin,“ segir Runólfur.