Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri segir frá sýningunni Köttur á heitu blikkþaki á Leikhúskaffi sem fram fer í Borgarbókasafninu Kringlunni í dag, þriðjudaginn 3. desember, kl. 17.30-18.30. Leikverkið er í tilkynningu sagt vera tímalaus klassík…

Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri segir frá sýningunni Köttur á heitu blikkþaki á Leikhúskaffi sem fram fer í Borgarbókasafninu Kringlunni í dag, þriðjudaginn 3. desember, kl. 17.30-18.30. Leikverkið er í tilkynningu sagt vera tímalaus klassík Tennessees Williams en það verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins 28. desember. Eftir að Þorleifur hefur sagt frá sýningunni verður boðið upp á skoðunarferð á Litla sviðið þar sem leikmyndin verður til sýnis.