EM Íslenska kvennalandsliðið er á leið á lokamótið í Sviss í sumar.
EM Íslenska kvennalandsliðið er á leið á lokamótið í Sviss í sumar. — Ljósmynd/Alex Nicodim

Miðasalan fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss næsta sumar hefst þann 17. desember og verður þrískipt. Fyrsti hluti miðasölunnar verður opinn frá 17. desember til og með 24. desember og verður mest hægt að kaupa tíu miða. Annar hluti miðasölunnar stendur yfir frá 27. desember til 8. janúar og verður mest hægt að kaupa fjóra miða. Þriðji hluti miðasölunnar verður opinn frá 9. janúar til 16. janúar.