Margt er skrafað um hvaða „skilaboð“ kjósendur hafi verið að senda úr kjörklefanum. „Ákall um breytingar,“ segir einn flokksformaðurinn með heil 14% atkvæða.
Augljósar breytingar hafa þó orðið með því að tveir flokkar yst til vinstri féllu af þingi og sá þriðji, enn lengra til vinstri, náði ekki inn. Það eru bæði skilaboð og ákall. Fráfall jafnvel.
Steingrímur J. Sigfússon, stofnandi Vinstri grænna, er að vonum í sárum: „Úrslitin eru högg og þyngra en búast mátti við. En eins og nú er komið er ekkert annað að gera í stöðunni en bretta upp ermar og halda áfram.“ En er ekki einfaldlega komið að leiðarlokum hins afturhaldssama og stjórnlynda vinstris? Hversu oft og afdráttarlaust þurfa kjósendur að hafna því einu sem öllu?
Kannski vandinn sé sá
...