Reykjavík Dance Festival var haldin daga 13.-17. nóvember síðastliðinn. Eins og oft áður var hátíðin haldin í samstarfi við Lókal performance festival, svo að það var gnægt áhugaverðra verka í boði fyrir sviðslistaáhugafólk
Af Dansi
Sesselja G. Magnúsdóttir
sesseljagm@gmail.com
Reykjavík Dance Festival var haldin daga 13.-17. nóvember síðastliðinn. Eins og oft áður var hátíðin haldin í samstarfi við Lókal performance festival, svo að það var gnægt áhugaverðra verka í boði fyrir sviðslistaáhugafólk. Hátíðin sem slík er löngu búin að sprengja upp hugmyndir okkar um hvað dans er, og heldur áfram að ögra viðteknum hugmyndum um hvaða líkamar eru á sviði og hvernig þeir mega tjá sig. Í þessum pistli verður sjónum beint að verkum þar sem karlmennska og kvenleiki voru skoðuð og ólíkar birtingarmyndir þeirra.
Kvenkyns karlmennska (female masculinity)
Norski danshöfundurinn, dansarinn, rithöfundurinn, kennarinn og dragkóngurinn Ann-Christin Kongsness lék stórt hlutverk
...