Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola tap fyrir Danmörku, 2:0, í seinni vináttulandsleik Íslands í Murcia á Spáni. Ísland mætti Kanada og gerði markalaust jafntefli síðastliðinn föstudag. Ísland skoraði því ekki mark í þessum landsleikjaglugga en varnarleikurinn var góður í fyrri leiknum. Signe Bruun skoraði bæði mörk danska liðsins með stæl en Ísland undirbýr sig nú fyrir sterkan riðil í A-deild Þjóðadeildar Evrópu í febrúar næstkomandi. »26