Í heimi þar sem eina vissan er óvissan getur jákvæð afstaða haft djúpstæð áhrif á gjörðir okkar, ákvarðanir og árangur.
Árni Sigurðsson
„Sjálfur er ég bjartsýnismaður. Það virðist lítið gagn í að vera neitt annað,“ sagði Winston Churchill einu sinni. Þessi orð fanga kjarnann í því hvernig bjartsýni getur umbreytt lífi okkar. Í heimi þar sem eina vissan er óvissan getur jákvæð afstaða haft djúpstæð áhrif á gjörðir okkar, ákvarðanir og árangur.
Kraftur bjartsýni
Bjartsýni er meira en að vera bara jákvæður; hún er viðhorf sem mótar hvernig við upplifum heiminn. Bjartsýnir einstaklingar líta á áskoranir sem tækifæri til vaxtar, sem glæða vonir og væntingar með því að virkja þrautseigju og nýsköpun. Þetta hugarfar gerir okkur kleift að sigrast á skakkaföllum með seiglu.
Lögmál meðaltalsins
Fyrirlesarinn Brian Tracy, sem margoft hefur heimsótt Ísland,
...