Um langt skeið hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg leitast við að fá niðurfellingu opinberra gjalda. Vissulega hafa náðst þar fram áfangar en langt er í land til að uppfylla þessa ósk björgunarsveitanna að fullu. Fjóla Kristjánsdóttir formaður Landsbjargar og Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi eru gestir Dagmála í dag.
Þessi ósk Landsbjargar er eitt af því sem verður á borði nýs fjármálaráðherra, hver sem það verður. Fjóla viðurkennir að hún hafi oft upplifað að allir vilji allt fyrir Slysavarnafélagið gera en oft hefur verið minna um efndir. Hún vill ekki að samtökin fari á fjárlög. Bendir hins vegar á að velvild almennings sé þeirra styrkasta stoð og hún segist kunna vel við það rekstrarmódel. Ekki sé á vísan að róa frá ári til árs um framlög ef samtökin væru á fjárlögum.
Jón Þór bendir á að til dæmis í Bretlandi njóti sambærileg
...