Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Masoud Pezeshkian Íransforseti lýstu í gær yfir ótakmörkuðum stuðningi sínum við Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og þær aðgerðir sem Sýrlandsstjórn ætlar að gera til þess að endurheimta það landsvæði sem uppreisnarmenn tóku um helgina í norðvesturhluta landsins
Aleppó Sýrlenskir uppreisnarmenn taka hér sjálfu af sér við eina af þyrlum stjórnarhersins sem þeir handsömuðu í sókn sinni að Aleppó um helgina.
Aleppó Sýrlenskir uppreisnarmenn taka hér sjálfu af sér við eina af þyrlum stjórnarhersins sem þeir handsömuðu í sókn sinni að Aleppó um helgina. — AFP/Aaref Watad

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Masoud Pezeshkian Íransforseti lýstu í gær yfir ótakmörkuðum stuðningi sínum við Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og þær aðgerðir sem Sýrlandsstjórn ætlar að gera til þess að endurheimta það landsvæði sem uppreisnarmenn tóku um helgina í norðvesturhluta landsins.

Pútín og Pezeshkian ræddu stöðuna í Sýrlandi símleiðis í gær og sammæltust þar meðal annars um nauðsyn þess að vera í samskiptum við tyrknesk stjórnvöld, en þau hafa staðið við bakið á sumum uppreisnarhópum í Sýrlandi á síðustu árum.

Símtal þeirra kom í kjölfar þess að Assad leitaði eftir stuðningi bandamanna sinna í Rússlandi og Íran á sunnudaginn, eftir að uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham, HTS, náði Aleppó, næststærstu borg Sýrlands, á

...