Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messósópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari flytja „fjölbreytta og fallega“ dagskrá í anda aðventunnar, að því er segir í tilkynningu, á síðustu Tónlistarnæringu ársins í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Tónleikarnir verða á morgun, 4. desember, kl. 12.15. Sérstakur gestur er fiðluleikarinn Matthías Stefánsson. Á dagskrá eru aríur, sönglög og jólaleg lög eftir höfunda á borð við Purcell, Bizet og Reynaldo Hahn.