„Við Kristrún höfum spjallað saman,“ staðfesti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með semingi þegar gengið var á hana um hvort þreifingar væru hafnar um stjórnarmyndun, en bætti við að hjá því færi ekki þegar þær hittust oft á dag í viðtölum við fjölmiðla
Spursmál Stefán Einar Stefánsson rekur garnirnar úr þeim Snorra Mássyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.
Spursmál Stefán Einar Stefánsson rekur garnirnar úr þeim Snorra Mássyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Brennidepill

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

„Við Kristrún höfum spjallað saman,“ staðfesti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með semingi þegar gengið var á hana um hvort þreifingar væru hafnar um stjórnarmyndun, en bætti við að hjá því færi ekki þegar þær hittust oft á dag í viðtölum við fjölmiðla.

Að öðru leyti vildi Þorgerður ekki segja hvað þeim fór á milli, en bætti við að ekki væri óeðlilegt að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fengi fyrst umboð forseta til stjórnarmyndunarviðræðna. Samfylkingin hefði fengið flest atkvæði í alþingiskosningunum um helgina.

Þetta er meðal þess sem fram kom í hressilegu kosningauppgjöri Spursmála, sem tekið var upp fyrir opnum tjöldum

...