„Við Kristrún höfum spjallað saman,“ staðfesti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með semingi þegar gengið var á hana um hvort þreifingar væru hafnar um stjórnarmyndun, en bætti við að hjá því færi ekki þegar þær hittust oft á dag í viðtölum við fjölmiðla
Brennidepill
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
„Við Kristrún höfum spjallað saman,“ staðfesti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með semingi þegar gengið var á hana um hvort þreifingar væru hafnar um stjórnarmyndun, en bætti við að hjá því færi ekki þegar þær hittust oft á dag í viðtölum við fjölmiðla.
Að öðru leyti vildi Þorgerður ekki segja hvað þeim fór á milli, en bætti við að ekki væri óeðlilegt að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fengi fyrst umboð forseta til stjórnarmyndunarviðræðna. Samfylkingin hefði fengið flest atkvæði í alþingiskosningunum um helgina.
Þetta er meðal þess sem fram kom í hressilegu kosningauppgjöri Spursmála, sem tekið var upp fyrir opnum tjöldum
...