Heimsókn Scholz og Selenskí heiðruðu minningu fallinna hermanna.
Heimsókn Scholz og Selenskí heiðruðu minningu fallinna hermanna. — AFP/Forsetaembætti Úkraínu

Olaf Scholz Þýskalandskanslari hét því í gær að Þjóðverjar myndu áfram vera einn af helstu stuðningsmönnum Úkraínu, á sama tíma og hann tilkynnti að Þjóðverjar ætluðu að senda hergögn, sem metin eru á um 650 milljónir evra eða sem nemur um 94,7 milljörðum króna, til landsins.

„Ég vil gera það skýrt hér á staðnum að Þýskaland verður áfram helsti stuðningsmaður Úkraínu í Evrópu,“ sagði Scholz áður en hann fundaði með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta.

Þetta var fyrsta heimsókn Scholz til Úkraínu eftir að hann ræddi símleiðis við Pútín Rússlandsforseta í síðasta mánuði, en Selenskí gagnrýndi símtalið harkalega og sagði það opna pandórubox og veikja þá alþjóðlegu einangrun sem þyrfti að gilda um Pútín.

Talsmaður Pútíns, Dmitrí Peskov, sagði í gær að Kremlverjar gerðu

...