Eygló Guðmundsdóttir er fædd 3. desember 1949 í Reykjavík og uppalin í Hlíðunum, elst þriggja systkina, og gekk í Ísaksskóla, Austurbæjarskóla og Kvennaskólann, þaðan sem hún tók landspróf 1965. „Ég ferðaðist mikið um landið með foreldrum…
Afmælisbarnið Eygló stödd við Machu Picchu í Perú.
Afmælisbarnið Eygló stödd við Machu Picchu í Perú.

Eygló Guðmundsdóttir er fædd 3. desember 1949 í Reykjavík og uppalin í Hlíðunum, elst þriggja systkina, og gekk í Ísaksskóla, Austurbæjarskóla og Kvennaskólann, þaðan sem hún tók landspróf 1965.

„Ég ferðaðist mikið um landið með foreldrum mínum, var þrjú sumur í sveit á Hríshóli í Eyjafirði og tók miklu ástfóstri við fjölskylduna og held enn góðu sambandi. Síðan fór ég í unglingavinnuna og vann eftir það tvö sumur á skrifstofu.

Ég varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1968 eftir aðeins þrjú ár því ég tók fimmta bekk utanskóla sumarið sem ég eignaðist fyrsta barnið mitt. Síðan lá leiðin í stærðfræði í háskólanum. Ég kenndi með náminu tvo vetur, eignaðist annað barn og útskrifaðist með BA-próf vorið 1972.

Ég kenndi svo við Menntaskólann við Hamrahlíð næstu 27 árin utan árs

...