Holdafar rjúpna í haust er með ágætum samkvæmt mælingum sem gerðar hafa verið og er betra en við var búist vegna lélegrar viðkomu í sumar.
Þetta kemur fram á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem birtar eru niðurstöður mælinga á fuglum sem fengust frá veiðimönnum og veiddir voru á Norðausturlandi 25. október til 5. nóvember. Er ætlunin að mat á holdafari rjúpna verði hluti af árlegri vöktun rjúpnastofnsins og er tilgangurinn að auka skilning sérfræðinga á stofnbreytingum rjúpunnar.