Ólympíumeistari Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, fer afskaplega vel af stað á síðasta móti Selfyssingsins með liðið.
Ólympíumeistari Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, fer afskaplega vel af stað á síðasta móti Selfyssingsins með liðið.

Noregur, Svíþjóð, Ungverjaland, Frakkland, Pólland og Slóvenía eru komin áfram í milliriðla eitt og tvö á Evrópumóti kvenna í handknattleik. Ólympíumeistarar Noregs, sem Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson stýrir, rústuðu Slóvakíu, 38:15, í Innsbruck í gærkvöldi. Norska liðið fer sannfærandi áfram með fullt hús stiga en Slóvakía endar í neðsta sæti riðilsins. Camilla Herrem var markahæst í liði Þóris en hún skoraði átta mörk.

Slóvenía eltir Noreg í milliriðil tvö en liðið hafði naumlega betur gegn heimakonum í Austurríki, 25:24. Tjasa Stanko átti stórleik fyrir Slóveníu og skoraði átta mörk í sigrinum. Liðin eru komin áfram í milliriðil tvö líkt og Holland og Danmörk en í dag kemur í ljós hvaða tvö önnur lið bætast við hópinn, Ísland gæti verið eitt þeirra, en íslenska liðið mætir því þýska í Innsbruck í dag.

28 marka sigur

...