Dagar Frá vinstri: Harpa Hödd Sigurðardóttir frá Eimskip, Rán Bjargardóttir ljósmyndari og Vilhelm Þorsteinsson forstjóri fyrirtækisins.
Dagar Frá vinstri: Harpa Hödd Sigurðardóttir frá Eimskip, Rán Bjargardóttir ljósmyndari og Vilhelm Þorsteinsson forstjóri fyrirtækisins. — Morgunblaðið/Karítas

Fallegar loftmyndir af landslagi eru venju samkvæmt í aðalhlutverki á dagatali Eimskips, en í gær, á fyrsta virka degi desembermánaðar, hófst dreifing á almanaki ársins 2025. Dagatöl Eimskips hafa komið út frá árinu 1928, að frátöldum tveimur árum, 1944 og 1965, og eru víða í hávegum höfð. Á síðu hvers mánaðar ársins eru myndir úr náttúru landsins teknar á þeirri sömu árstíð. Mynd janúarmánaðar er af Eyjafjallafjöru á vetrardegi og desembermynd næsta árs er af vetrarríki í Örlygshöfn við sunnanverðan Patreksfjörð.

Ljósmyndirnar á dagatali ársins tók Rán Bjargardóttir. Hún ólst að hluta upp á Vestfjörðum, en þaðan eru einmitt nokkrar af dagatalsmyndunum nú. Vestfirskur uppruninn ræður líka nokkru um að Rán laðast að földum perlum Íslands og veitir þeim stöðum athygli sem færri taka eftir.

Eimskip kynnir nú nýjung í dagatalinu, en

...