Stjórnmálamenn eru hvorki betri né verri en þeir sem tilheyra öðrum stéttum. Í þrjá mánuði hefur Joe Biden, enn forseti Bandaríkjanna, svarað sömu spurningunni neitandi, hvenær sem spurt er og hversu oft. Hann myndi aldrei náða Hunter.
Hunter sonur hans á vissulega „litríkan feril“. Þannig tók hann skyndilega upp málaralist og bar sig að af slíkri snilld, að þá þyrptust að honum fjáðir menn úr öllum áttum og keyptu málverkin á uppsprengdu verði. Þetta voru hlédrægir menn, svo að enginn þeirra gaf upp hvað hann greiddi hinum nývaknaða snillingi fyrir að eignast hlutdeild í listinni. Og enn síður hverjir þeir væru, hvað þeir hétu, hvar þeir byggju og hvers vegna þeir sáldruðu dollurum um allt, sem vindurinn feykti í vasa Hunters Bidens!
En Hunter kom víðar við, þar með talið í Kína, og hafði jafnvel enn meira upp úr framtaki
...