Steina Árna­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur var í gær sak­felld í Héraðsdómi Reykja­vík­ur fyr­ir þátt sinn í and­láti sjúk­lings henn­ar á geðdeild Land­spít­al­ans í júní árið 2021. Henni er þó ekki gerð refs­ing.

Henni verður gert að greiða dán­ar­búi Guðrún­ar Sig­urðardótt­ur um 2,7 millj­ón­ir króna auk vaxta.

Ákvörðun um refs­ingu Steinu skal frestað að liðnum tveim­ur árum frá dóms­upp­kvaðningu haldi hún al­mennt skil­orð, að því er kem­ur fram í dómsorði.

Sýknu­dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur í máli Steinu var ómerkt­ur í Lands­rétti í apríl síðastliðnum og var mál­inu vísað til meðferðar og dóms­álagn­ing­ar í héraðsdómi að nýju.