30 ára Birkir er sauðfjár- og alifuglabóndi á Söndum í Miðfirði og hefur búið þar alla tíð. „Ég ætlaði ekki að verða bóndi heldur lögfræðingur, en sveitarstörfin fóru síðan að heilla meira eftir að ég komst á fullorðinsár. Ég tók við búinu árið 2019 og árið 2022 tókum við Hanna við kjúklingabúinu á Tannstaðabakka í Hrútafirði. Við erum með um 530 fjár, hef aðeins aukið við það eftir að ég tók við.“
Birkir er með sveinspróf í rafvirkjun. „Ég fór að starfa sem rafiðnaðarmaður og ákvað að taka sveinsprófið. Ég starfa ekki við rafvirkjun núna en öll iðnstörf nýtast mjög vel í sveitastörfum.“
Hann er varaformaður skipulags- og umhverfisráðs í Húnaþingi vestra og varamaður í sveitarstjórninni þar. „Ég hef alltaf haft áhuga á pólitík hvar sem hún er, byrjaði á síðasta kjörtímabili og
...