Útskrifuðum kennurum frá opinberum háskólum hefur fjölgað verulega frá 2020 og almenn ánægja er með námið hjá þeim sem útskrifast. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Að jafnaði vinna 90-95% við kennslu tveimur árum eftir útskrift. Ríflega fimmtungur útskrifaðra segir námið ekki hafa nýst sér vel í starfi. Hlutfallið hefur verið nær óbreytt í áratug.

Árið 2020 tóku gildi ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Með því var ætlunin að stuðla að því að nemendur útskrifuðust á réttum tíma og að þeir færu til skólastarfa að námi loknu. Lagabreytingin skilaði ætluðum árangri, segir ráðuneytið. sbs@mbl.is