Ísland mætir Þýskalandi í hreinum úrslitaleik í kvöld um hvort liðið fylgir Hollandi upp úr F-riðli í milliriðil 2 á EM 2024 í handknattleik kvenna. Leikurinn fer fram í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í Austurríki klukkan 19.30 í kvöld en milliriðillinn verður leikinn í Vínarborg
Í Innsbruck
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Ísland mætir Þýskalandi í hreinum úrslitaleik í kvöld um hvort liðið fylgir Hollandi upp úr F-riðli í milliriðil 2 á EM 2024 í handknattleik kvenna. Leikurinn fer fram í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í Austurríki klukkan 19.30 í kvöld en milliriðillinn verður leikinn í Vínarborg.
Fyrir leikinn er Ísland í þriðja sæti með tvö stig og Þýskaland sæti ofar með jafnmörg stig. Íslenska liðið þarf á sigri að halda til þess að komast upp fyrir það þýska en Þjóðverjum nægir jafntefli þar sem liðið er með betri markatölu en Ísland.
Íslenska liðið freistar þess að fylgja sögulegum fyrsta sigri sínum á Evrópumóti gegn Úkraínu, 27:24, á sunnudagskvöld með öðrum slíkum gegn sterku liði
...