Sigrún Ögmundsdóttir fæddist 4. júlí 1959. Hún lést 29. október 2024.
Útför Sigrúnar fór fram 12. nóvember 2024.
Í byrjun ársins hittumst við Sigrún á Safnanótt í Grafíksalnum en þar var hún mætt með dóttur sinni Veru til að fagna grafíklistamanni ársins. Létt var yfir Sigrúnu eins og alltaf, brosmild og hlæjandi og það geislaði af þeim mæðgum. Eftir ánægjulegt spjall hafði hún orð á því að nú væri kominn tími til að vinna aftur fyrir félagið. Hafði áður starfað í stjórn félagsins með mikilli prýði, hún var afar natin, skipulögð, orðheppin og vinnusöm.
Það var mikill styrkur fyrir félagið að hafa listakonu eins og Sigrúnu í félaginu, hún var ekki bara góður listamaður heldur var hún víðsýn og hafði mikla reynslu og verkkunnáttu. Fagmennska, vandvirkni og sterkur myndheimur einkenndi myndlist
...