Ég verð að viðurkenna að ég hafði mínar efasemdir um gengi íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu í handbolta þegar hópurinn var tilkynntur um miðjan nóvembermánuð. Sandra Erlingsdóttir var langbesti leikmaður Íslands á heimsmeistaramótinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð á síðasta ári

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Ég verð að viðurkenna að ég hafði mínar efasemdir um gengi íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu í handbolta þegar hópurinn var tilkynntur um miðjan nóvembermánuð.

Sandra Erlingsdóttir var langbesti leikmaður Íslands á heimsmeistaramótinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð á síðasta ári. Hún var ekki bara langbesti leikamður liðsins heldur líka sú markahæsta og algjör lykilmaður í sóknarleiknum sem hefur oft og tíðum verið stirður á síðustu árum.

Íslenska liðið vann sinn fyrsta sigur á Evrópumóti á sunnudaginn þegar liðið lagði Úkraínu að velli. Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst í leiknum með sex mörk en hún er í 8.-11. sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins með 15 mörk í tveimur leikjum sem verður að teljast

...