Kenneth Rogoff
Evrópa býr sig nú undir hugsanlegt viðskiptastríð þegar Donald Trump tekur við embætti Bandaríkjaforseta í janúar. Tvö stærstu hagkerfi álfunnar eiga þegar í erfiðleikum; Þýskaland stefnir í annað árið í röð með engum hagvexti og búist er við að hagvöxtur í Frakklandi verði undir 1% árið 2025.
Er efnahagsleg stöðnun í Evrópu afleiðing ófullnægjandi keynesískra efnahagshvata eða er þrútnum og hnignandi velferðarkerfum um að kenna? Í öllu falli er ljóst að þeir sem trúa því að einfaldar aðgerðir eins og að auka fjárlagahalla eða lækka vexti geti leyst vandamál Evrópu eru raunveruleikafirrtir.
Til dæmis hefur ágeng örvunarstefna Frakklands þegar þrýst fjárlagahallanum upp í 6% af landsframleiðslu og skuldahlutfall landsins hefur farið úr 95% árið 2015 í 112%. Árið 2023 stóð Emmanuel
...