Bergur Felixson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, lést 1. desember sl. á Landspítalanum í Fossvogi, 87 ára að aldri.
Foreldrar Bergs voru Sigurþóra Steinunn Þorbjörnsdóttir húsfreyja og Felix Guðmundsson framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna. Alsystir Bergs var Þórunn Helga vélritunarkennari, f. 1935, en sonur hennar er Felix Valsson gjörgæslulæknir. Hann á tvær dætur. Hálfbróðir Bergs var Jóhannes Gudmundsson, f. 1922, en hann bjó alla sína ævi í Danmörku og eignaðist þrjá syni.
Bergur ólst upp á Freyjugötu og síðar Grenimel. Gekk í Ísaksskóla, Melaskóla og Gagnfræðaskólann við Hringbraut. Síðar fór Bergur í MA, þaðan sem hann lauk stúdentsprófi árið 1958. Hann lauk kennaraprófi og stundaði framhaldsnám í stærðfræði og stærðfræðikennslu.
Bergur vann ýmis störf, m.a. hjá Sementsverksmiðju ríkisins,
...