Kjaradeilum sem vísað var til sáttameðferðar hjá embætti ríkissáttasemjara hefur fækkað nokkuð að undanförnu þar sem samkomulag hefur náðst í nokkrum málum. Alls hafa fimm kjarasamningar verið undirritaðir á undanförnum vikum, sem eru í kynningu og atkvæðagreiðslu eða hafa þegar verið samþykktir.
Samkvæmt yfirliti sem fékkst hjá ríkissáttasemjara í gær eru um þessar mundir tólf óleyst mál í vinnslu hjá honum.
Meðal vísaðra mála sem eru í vinnslu hjá sáttasemjara eru meðal annars viðræður VM og SA vegna fyrirtækja í laxeldi og tengdum greinum, kjaradeila Félags prófessora og samninganefndar ríkisins, kjaradeila verkalýðsfélagsins Hlífar og Samtaka sjálfstæðra skóla, kjaradeila Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og Stéttarfélags lögfræðinga við samninganefnd ríkisins, kjaradeila Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við
...