Berghildur Jóhannesdóttir Waage fæddist 22. nóvember 1943. Hún lést 29. október 2024.

Útför Berghildar fór fram 22. nóvember 2024.

Elsku amma.

Tíu daga gömul var ég komin undir þinn verndarvæng, mamma farin upp á spítala, engin þurrmjólk á staðnum og þú reddaðir að sjálfsögðu málunum, þá aðeins 36 ára og komin með titilinn amma. Þú hélst mér gangandi með ást, umhyggju og kúamjólk. Mér varð ekki meint af, ef eitthvað er þá held ég að þetta hafi styrkt mig.

Þú varst ein af okkur í Logafoldinni, innlitin voru mörg á viku og eftir að þú hættir að vinna nánast dagleg. Þú áttir erfitt með að slaka á og fannst þér alltaf eitthvað að gera heima, hvort sem var í garðinum eða með heimilishaldið. Þú komst ein eða með Marinó og dreifst okkur með þér af stað í verkin. Þú

...