Jakob Ernir Jónatansson skaust upp á stjörnuhimininn í Danmörku í hlutverki Billys Elliots í samnefndum söngleik í nýliðnum mánuði. Þrír piltar skiptast á um að fara með hlutverkið hjá Konunglega leikhúsinu og voru þeir valdir úr hópi um 100 umsækjenda, sem fóru í prufur í apríl 2023
Í Kaupmannahöfn Jakob Ernir í hlutverki sínu sem Billy Elliot á aðalsviði Óperuhússins.
Í Kaupmannahöfn Jakob Ernir í hlutverki sínu sem Billy Elliot á aðalsviði Óperuhússins. — Ljósmynd/Miklos Szabo

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Jakob Ernir Jónatansson skaust upp á stjörnuhimininn í Danmörku í hlutverki Billys Elliots í samnefndum söngleik í nýliðnum mánuði. Þrír piltar skiptast á um að fara með hlutverkið hjá Konunglega leikhúsinu og voru þeir valdir úr hópi um 100 umsækjenda, sem fóru í prufur í apríl 2023. „Þetta er rosalega gaman,“ segir hann og gerir ráð fyrir að halda áfram á leiklistarbrautinni. „Ég hugsa það.“

Söngleikurinn var frumsýndur í Lundúnum 2005. Hann hefur síðan farið sigurför um heiminn og er helsta verkefni Konunglega leikhússins í Danmörku um þessar mundir. Sýningar hófust á aðalsviðinu í Konunglega óperuhúsinu í Kaupmannahöfn 21. nóvember með Jakobi Erni í aðalhlutverkinu og hefur stykkið fengið afbragðsgóða dóma, en ráðgert er að 45. og

...