Jólasýningin í Ásmundarsal 2024 var opnuð um helgina og stendur fram á Þorláksmessu. Er þetta í sjöunda sinn sem jólasýning er haldin þar, en í þriðja sinn sem sýningunni er fylgt úr hlaði með útgáfu bókar sem veitir innsýn inn í vinnustofur og…
List Listamennirnir sem taka þátt í jólasýningunni í ár eru 40 talsins.
List Listamennirnir sem taka þátt í jólasýningunni í ár eru 40 talsins. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Jólasýningin í Ásmundarsal 2024 var opnuð um helgina og stendur fram á Þorláksmessu. Er þetta í sjöunda sinn sem jólasýning er haldin þar, en í þriðja sinn sem sýningunni er fylgt úr hlaði með útgáfu bókar sem veitir innsýn inn í vinnustofur og hugarheim þeirra 40 listamanna sem sýna verk sem sérstaklega eru unnin fyrir sýninguna. Meðal listamanna sem taka þátt í ár eru Ásta Fanney Sigurðardóttir, Eggert Pétursson, Eygló Harðardóttir, Hildur Hákonardóttir, Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter), Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, ­Kristín Morthens, Kristín ­Karólína, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Ragna Róbertsdóttir og ­Steingrímur Eyfjörð.