Á Akureyri Baldvin ásamt foreldrum sínum, Kristínu og Grétari, í smábátahöfninni í Sandgerðisbót árið 2014.
Á Akureyri Baldvin ásamt foreldrum sínum, Kristínu og Grétari, í smábátahöfninni í Sandgerðisbót árið 2014.

Baldvin Þór Grétarsson fæddist á Akureyri 4. desember 1954 og er einn af fimm systkinum. Hann bjó sín uppvaxtarár í Innbænum á Akureyri, gekk í Barnaskóla Akureyrar og á unglingsárum tók Gagnfræðaskólinn við.

„Viðfangsefnin skorti nú ekki eftir skóla. Fjöldinn allur af börnum var í Innbænum á þessum árum sem drifu sig út í allskyns útileiki. Nokkur sumur var ég í sveit í Fnjóskadal, fór í sumarbúðir á Litlu-Tjörnum í Ljósavatnsskarði og á Böggvisstöðum við Dalvík.

Móðir mín sá aðallega um uppeldið á okkur systkinum því faðir okkar var togarasjómaður og eina fyrirvinnan á uppeldisárum okkar. Svo það er henni að þakka að við lærðum fljótt að meta lestur og voru bókasafnsferðir tíðar á þessum tíma.“

Snemma kviknaði áhugi Baldvins á skautaíþróttinni og stundaði hann íshokkí fram

...