Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson

Skilaboð Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar til kjósenda náðu bersýnilega eyrum þeirra því að Dagur B. Eggertsson, nýr þingmaður flokksins, lenti í miklum útstrikunum og lækkar um sæti á listanum. Með lækkuninni gerist það að Þórður Snær Júlíusson, einnig nýkjörinn þingmaður flokksins, hækkar upp í annað sætið enda fékk hann mun færri útstrikanir en Dagur og voru þær fjarri því að duga til að lækka hann á lista.

Dagur vill ekki leggja mat á það hvort orð formannsins um að hann væri bara aukaleikari, að þeim sem hugnaðist ekki að hafa hann á þingi gætu strikað hann út og að hann væri ekki ráðherraefni, hefðu haft áhrif á útstrikanirnar, en það blasir þó við.

Hann vill þess í stað kenna auglýsingum gegn sér um það hve margir strikuðu hann út, en fjarstæðukennt er að það hefði dugað ef enginn jarðvegur hefði verið fyrir hendi.

...