Tilkynnt var í gær hvaða níu bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna og kvára í ár. Dómnefndir tilnefndu bækur í þremur flokkum, þeir eru barna- og unglingabókmenntir, fræðibækur og rit almenns eðlis og fagurbókmenntir
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Tilkynnt var í gær hvaða níu bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna og kvára í ár. Dómnefndir tilnefndu bækur í þremur flokkum, þeir eru barna- og unglingabókmenntir, fræðibækur og rit almenns eðlis og fagurbókmenntir.
Barna- og unglingabókmenntir
Í flokki barna- og unglingabókmennta eru tilnefndar bækurnar: Fíasól í logandi vandræðum eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem Bjartur gefur út; Tjörnin eftir Rán Flygenring sem Angústúra gefur út og Sigrún í safninu eftir Sigrúnu Eldjárn sem Mál og menning gefur út.
Í umsögn dómnefndar um bók Kristínar Helgu er bent á að um sé að ræða áttundu bók höfundar
...