Erfitt er að halda öðru fram en að kjósendur hafi hafnað vinstri ríkisstjórn. Hvort þeir flokkar sem náðu kjöri átta sig á skilaboðunum er annað mál.
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason

Eftir kosningarnar síðastliðinn laugardag er Samfylkingin í fyrsta skipti frá 2009 stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Flokkurinn fékk 20,8% atkvæða, sem er hins vegar töluvert lakari útkoma en 2009 þegar fylgið var 30%. Þá var Samfylkingin stærri en Sjálfstæðisflokkurinn, sem nú er annar stærsti flokkurinn með 19,4% fylgi. Og þótt sjálfstæðismenn geti með réttu fagnað varnarsigri er niðurstaðan óviðunandi.

Félagar í Viðreisn geta verið ágætlega sáttir við niðurstöðuna, þótt atkvæðin úr kjörkössunum hafi verið nokkru færri en skoðanakannanir gáfu til kynna síðustu dagana fyrir kjördag. En flokkurinn tæplega tvöfaldaði fylgið frá 2021. Á allan mælikvarða er það glæsilegur árangur. Fylgisaukning Miðflokksins er hins vegar töluvert meiri hlutfallslega. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni tókst að tvöfalda fylgi Miðflokksins milli kosninga

...