Breskur maður hefur fengið tvö pund, eða um 350 krónur, í bætur frá framleiðanda Mars eftir að hafa keypt gallað súkkulaðistykki, laust við hinar einkennandi rifflur sem venjulega prýða súkkulaðið. Stykkið, sem slapp við loftblástur í…
— Ljósmynd/Facebook

Breskur maður hefur fengið tvö pund, eða um 350 krónur, í bætur frá framleiðanda Mars eftir að hafa keypt gallað súkkulaðistykki, laust við hinar einkennandi rifflur sem venjulega prýða súkkulaðið. Stykkið, sem slapp við loftblástur í framleiðsluferlinu, vakti mikla athygli í facebook-hópnum Dull Men's Club. „Kannski hefði ég átt að fá meira, en ég er ekki vanþakklátur,“ sagði maðurinn sem ætlaði að kaupa sér tvö ný og riffluð Mars-stykki fyrir bæturnar.

Nánar í furðufréttum á K100.is.