Uppreisnarmenn og sýrlenski stjórnarherinn áttu í hörðum bardögum í gær þar sem hersveitir uppreisnarhópsins Hayat Tahrir al-Sham, HTS, sóttu í áttina að borginni Hama. Bresku mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights (SOHR), sem hafa …
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Uppreisnarmenn og sýrlenski stjórnarherinn áttu í hörðum bardögum í gær þar sem hersveitir uppreisnarhópsins Hayat Tahrir al-Sham, HTS, sóttu í áttina að borginni Hama.
Bresku mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights (SOHR), sem hafa fylgst með gangi sýrlenska borgarastríðsins frá upphafi, sögðu í gær að HTS-samtökin hefðu náð að hertaka nokkrar borgir og bæi í Hama-héraði, sem liggur sunnan Aleppó-borgar, sem samtökin náðu á sitt vald um helgina.
Samtökin sögðu einnig að bæði sýrlenski stjórnarherinn og Rússar hefðu gert fjölda loftárása á uppreisnarmenn í Hama-héraði, en Vladimír Pútín Rússlandsforseti hét því í gær að hann myndi áfram styðja við bakið á Bashar al-Assad Sýrlandsforseta.