Friðjón Þórðarson framkvæmdastjóri Qair Ísland, sem hyggst reisa vindmyllugarða á nokkrum stöðum á landinu og er í eigu franska fyrirtækisins Qair International, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að fyrirtækið eigi ekki jarðir eða landareignir á…
Friðjón Þórðarson framkvæmdastjóri Qair Ísland segir að ábati landeigenda í samningum við fyrirtækið geti verið umtalsverður.
Friðjón Þórðarson framkvæmdastjóri Qair Ísland segir að ábati landeigenda í samningum við fyrirtækið geti verið umtalsverður.

Friðjón Þórðarson framkvæmdastjóri Qair Ísland, sem hyggst reisa vindmyllugarða á nokkrum stöðum á landinu og er í eigu franska fyrirtækisins Qair International, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að fyrirtækið eigi ekki jarðir eða landareignir á Íslandi og þar með ekki þær auðlindir eða réttindi sem þeim fylgja. Engin áform séu heldur um slík kaup. Fyrirtækið sé orkufyrirtæki. Gera verði greinarmun á orku og auðlindum.

Tilefnið er frétt Stöðvar 2 í síðustu viku þar sem sagt var frá því að erlendir fjárfestar hefðu nýlega boðið margfalt markaðsverð fyrir jörð í Húnavatnshreppi vegna vatnsauðlinda og að þeir ásældust fjölda annarra jarða í sömu sveit, jafnvel tuttugu talsins.

„Allir okkar samningar eru þinglýstir og öllum aðgengilegir, og þar má sjá þetta svart á hvítu,“ segir Friðjón.

...