„Líðan mín er ömurleg,“ sagði landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir í samtali við Morgunblaðið eftir leik Íslands og Þýskalands í F-riðli Evrópumótsins í Innsbruck í Austurríki í gær.
„Mér fannst við ekki spila þennan leik nógu vel. Við hefðum getað staðið vörnina betur því við fáum allt of mikið af mörkum á okkur og sérstaklega eftir aukaköst. Í sókninni vorum við mikið að gera þetta ein á ein og erum ekki mikið að stilla upp hver fyrir aðra.
Við létum þær ekki vinna nógu mikið í kringum línumennina okkar. Við þurfum að hafa meira fyrir því. Við gerum okkur rosalega erfitt fyrir,“ sagði Díana svekkt.
Vorum ekki með svör
Hún hefur spilað í Þýskalandi undanfarin ár og kom ekkert í þýska liðinu henni á
...