Útflutningsverðmæti sjókvíaeldis hefur aukist mikið á undanförnum árum en nýjustu tölur sem eru frá árinu 2022 sýna að það sé um 46 milljarðar króna. Það fyrirtæki sem er fremst á því sviði er laxeldisfyrirtækið Kaldvík en það varð til við sameiningu félaganna Laxa fiskeldis, Fiskeldis Austfjarða og Rifóss. Kaldvík er eina félagið með fiskeldi á Austfjörðum. Það er með rekstur í Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Berufirði auk þess að eiga leyfi í Stöðvarfirði og hafa sótt um eldi í Seyðisfirði. Þá rekur það seiðaeldisstöðvar í Þorlákshöfn og við Kópasker auk laxasláturhúss á Djúpavogi.
Róbert Róbertsson fjármálastjóri Kaldvíkur segir í samtali við ViðskiptaMoggann að það sem hafi helst heillað hann við greinina séu möguleikarnir sem fólgnir eru í iðnaðinum.
Róbert lærði hagfræði í grunnnámi sínu en síðan lá leiðin í reikningsskil og endurskoðun.
...