” En hvað með að leyfa sér að hugsa aðeins lengra en fram yfir næstu mánaðamót?
Fjármál
Björn Berg Gunnarsson
Ráðgjafi og fyrirlesari
Við bíðum öll eftir næstu vaxtalækkun. 0,75% í tveimur skrefum er fín byrjun en vonir standa til þess að peningastefnunefnd sé rétt að byrja og önnur lækkun bíði okkar 5. febrúar.
Eðlilega hafa margir leitað leiða til að létta greiðslubyrðina að undanförnu. Einhverjir færðu sig yfir í verðtryggð lán, lengdu líftíma þeirra, fóru úr jöfnum afborgunum í jafnar greiðslur eða festu vextina. En þeir sem héldu sig á breytilegum óverðtryggðum vöxtum sjá nú bærilegri reikninga berast inn um lúguna. Þá lækka vextir af bílalánum, yfirdrætti og mörgum öðrum neyslulánum sömuleiðis. Rekstur heimilisins ætti að öðru óbreyttu að batna.
...