Róbert Róbertsson, fjármálastjóri laxeldisfyrirtækisins Kaldvíkur.
Róbert Róbertsson, fjármálastjóri laxeldisfyrirtækisins Kaldvíkur. — Morgunblaðið/Eggert

Róbert Róbertsson, fjármálastjóri laxeldisfyrirtækisins Kaldvíkur, segir að fyrirtækið stefni að því að ná kostnaðarhlutfalli sambærilegu því sem gerist best hjá keppinautum. Stór mínus sem íslensk fyrirtæki glíma við, ólíkt flestum öðrum þjóðum, eru ýmsir aukaskattar á greinina.

„Það að greiða mun hærri skatta á lax en aðrar þjóðir og aðrar vörur seldar frá landinu er einkennileg stefna yfirvalda. Það að við séum að greiða hærri skatta en önnur fyrirtæki á Íslandi og okkar keppinautar á markaði er einkennilegt, virkar ekki hvetjandi og skaðar samkeppnisstöðu okkar,“ segir Róbert.

„Laxeldi á Íslandi hefur ekki fengið neina styrki eða meðgjöf í uppbyggingu. Þvert á móti hafa verið lögð há leyfisgjöld og framleiðslugjöld og allir vilja sinn bita. Við erum að mæta á markað með okkar vöru í samkeppni við aðila sem hafa engin gjöld og

...