„Við erum með tilraunaverkefni þar sem Finnbogastaðaskóli verður skólasel frá Grunnskóla Drangsness,“ segir Ásta Þórisdóttir, skólastjóri á Drangsnesi. Nýlega fluttu tvær fjölskyldur með börn á skólaaldri til Trékyllisvíkur á Ströndum og verða tvö börn í Finnbogastaðaskóla í vetur
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Við erum með tilraunaverkefni þar sem Finnbogastaðaskóli verður skólasel frá Grunnskóla Drangsness,“ segir Ásta Þórisdóttir, skólastjóri á Drangsnesi. Nýlega fluttu tvær fjölskyldur með börn á skólaaldri til Trékyllisvíkur á Ströndum og verða tvö börn í Finnbogastaðaskóla í vetur. Samanlagt eru 12 nemendur í báðum skólum, því að aðeins tíu nemendur eru á Drangsnesi í tveimur deildum, yngri og eldri deild.
Ekkert skólastarf síðan 2018
Ekkert skólastarf hefur verið í Finnbogastaðaskóla frá árinu 2018, en leiðbeinandinn Bjarnheiður Júlía Fossdal sér um kennslu barnanna í skólanum, með stuðningi frá Drangsnesi.
„Það er bara komin mánaðarreynsla á þetta fyrirkomulag,
...