Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran stendur fyrir árlegum jólatónleikum sínum, Sígildum jólum, í Seltjarnarneskirkju annað kvöld, fimmtudagskvöldið 5. desember, kl. 20.00. Með Sigríði Ósk koma fram Eyjólfur Eyjólfsson tenór, sem einnig leikur á …
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran stendur fyrir árlegum jólatónleikum sínum, Sígildum jólum, í Seltjarnarneskirkju annað kvöld, fimmtudagskvöldið 5. desember, kl. 20.00. Með Sigríði Ósk koma fram Eyjólfur Eyjólfsson tenór, sem einnig leikur á langspil, Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Kristján Jóhannsson tenór, Jón Bjarnason orgelleikari og Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari.
„Yndislegir tónleikar, frábær söngur, gleði og vinátta,“ er sagt um tónleikana í tilkynningu. „Hátíðlegt og nærandi fyrir sálina,“ segir þar einnig.
Hægt er að nálgast miða á vefnum tix.is.