Síðastliðinn tvö ár hafa seðlabankar aukið forða sinn af gulli.
Síðastliðinn tvö ár hafa seðlabankar aukið forða sinn af gulli. — AFP/Yasser Al-Zayyat

Gullverð fór í fyrsta sinn á mörkuðum í 2.800 dollara únsan (um 390 þúsund ISK) í lok október. Þrátt fyrir að gullverð hafi gefið aðeins eftir að undanförnu er það samt, að sögn Þórðar Gunnarssonar hagfræðings, enn hátt í sögulegu samhengi.

„Gullverð hefur aðeins gefið eftir frá því að únsan fór í 2.800 dali. Engu að síður stendur hún í ríflega 2.600 dollurum, sem er mjög hátt verð í sögulegu samhengi. Þrátt fyrir að verð hafi lækkað undanfarnar vikur hefur gullverð hækkað um 30% á þessu ári,“ segir Þórður í samtali við ViðskiptaMoggann.

Hann bendir á að öll viðskipti á hrávörumörkuðum fari fram í dollurum, því hafi styrking gjaldmiðilsins haft áhrif til lækkunar.

Spurður hvað valdi þessum miklu verðhækkunum á gulli segir Þórður að það sé einkum vegna seðlabanka víða um heim sem séu að sópa upp gulli.

...